Reiði almennings í Brasilíu varpar skugga á HM

Demonstrators shouts slogans during a protest against the 2014 World Cup in Sao Paulo

Það er gjarnan talað um að heimsmeistaramótið í knattspyrnu fari annars vegar fram á vellinum en hins vegar fram á götum landsins.

Brasilíumenn bjóða heiminn velkominn í landið sitt og halda stærsta íþróttamót heims en reiði almennings á stjórn landsins bitnar óneitanlega á ást þeirra á fótbolta.

Löng mótmæli gegn ríkisstjórn Brasilíu vegna himinhárra útgjalda íbúa, samfélagsþjónustu í niðurníslu og reiði gegn spillingu landsins hefur valdið því að almenningssamgöngur eru lamaðar og skólar ásamt öðrum stofnunum lokaðir. Brasilíska þjóðin er búin á því en er þrátt fyrir allt að undirbúa sig fyrir að styðja liðið sitt áfram til sigurs í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu.

„Við eigum erfitt,“ segir Francisco Nascimento, íbúi í Copacabanahverfi í Rio. „Óánægja okkar við stjórn landsins hefur slegið á tilhlökkunina og reiðin mun ekki hverfa í bráð. En ég veit ekki um neinn sem mun ekki biðja til guðs um að liðið okkar sýni sitt rétta andlit og vinni mótið“.

Brazil-protest-against-World-CupEn þegar aðeins korter er í mót og væntingar Brasilíumanna eru í hámarki, mun ekki athygli margra vera á götum borganna?

„Við erum búin að borga fyrir þetta allt svo við gætum allt eins notið þess,“ segir Juca Kfouri, einn þekktasti íþróttaspekúlant Brasilíu. „En margir skammast sín líka. Fólk skammast sín að klæðast treyju Brasilíu eða þegar það setur fána þjóðarinnar út í glugga. Það er vegna mótmælanna, fólk er á móti ríkisstjórninni og þeim óheyrilegu útgjöldum sem stjórn landsins hefur sett á þjóðina fyrir mótið.

Knattspyrnuelskandi þjóð Brasilíu spyr sig nú hvort að það að halda mótið hafi verið þess virði, eftir að hafa þurft að líða fyrir fátækt, mótmæli og uppþot síðustu ár eftir eina hæstu skattaálagningu veraldar. Þrátt fyrir háa skatta eru spítalar í niðurníslu, vegir lokaðir og skólar og aðrar stofnanir í rústi.

Nýjar kannanir sýna að helmingur þjóðarinnar er á móti því að Brasilía haldi mótið, aðstæður sem enginn hefði getað ímyndað sér þar sem fáar þjóðir tilbiðja fótbolta eins og Brasilía. Þar að auki er 75% þjóðarinnar viss um að mótið tengist spillingu enda hefur undirbúningur mótsins kostað íbúa landsins 11.5 billjónir dollara.

„Yfirvöld treysta á að hátíðarandi, gleði og unun Brasilísku þjóðarinnar á fótbolta muni yfirtaka öll samfélagsleg vandamál í Brasilíu þegar mótið hefst,“ segir íþróttaspekúlantinn Kfouri. „En ég held að lífið á götum Brasilíu muni algjörlega fara eftir því hvernig lið Brasilíu gengur á vellinum“.

„Ef Brasilía dettur út í 16 liða úrslitum þá eigum við tvær vikur eftir af heimsmeistaramótinu en ekkert Brasilískt landslið að spila, þá fyrst munu óeirðirnar byrja. Þá fer fólk út á göturnar, enn reiðara yfir því að við getum ekki einu sinni unnið í knattspyrnu.

article-2258284-0052F88900000258-366_634x485

Það er því kannski best fyrir alla að Brasilíska liðið spili eins og þessir félagar gerðu árið 2002