1   2   3   4   5

5 Mistök sem þú gerir á morgnanna

Dagurinn þinn getur orðið enn betri ef þú fylgir þessum einföldu ráðleggingum!

Mistök #1 – Að fara of geyst framúr

slide_352564_3820981_free

Ef dagurinn í dag er einn af þeim dögum sem þú ætlar að setja allt í botn þá er líklegt að þú hoppir fram úr rúminu og byrjir daginn af krafti. „Vandamálið hér er að þú gætir verið að fara fram á of mikið við bakvöðvana þína sem hafa legið hreyfingarlausir alla nóttina,“ segir Robert Oexman, svefnlæknir. Það að fara of geyst á fætur á morgnanna veldur tvem algengum vandamálum segir hann, annars vegar krampa eða meiðslum í mjóbaki en hins vegar blóðþrýstingsfalli þegar við stöndum snögglega á fætur og of mikið blóð fer niður í lappirnar.

Prófaðu þetta í staðin: Áður en þú stekkur á fætur og ræðst á sturtuna prófaðu að „knúsa“ á þér hnéið, eitt í einu. Þetta hitar upp vöðvana, teygir á og fær blóðið á hreyfingu svo þú verður stöðugari og frískari þegar þú byrjar daginn.