Ungfrú Bandaríkin 2014 krýnd í nótt

1

Mynd 1 af 4

Ungfrú Nevanda, Nia Sanchez sem ber svarta beltið í kóresku bardagaíþróttinni Taekwondo, var krýnd Ungfrú Bandaríkin í nótt.

Hún stóð uppi sem sigurvegari þegar hún var valin fram yfir 50 aðra keppendur frá öllum ríkjum Bandaríkjanna í keppninni um 63. Ungfrú Bandaríkin. Erin Brandy frá Connecticut, sigurvegari keppninnar árið 2013 veitti henni titilinn.

Nia Sanchez mun taka þátt í keppninni Miss Universe seinna á þessu ári.