Þýsk Youtubestjarna með Íslandsmyndband

Melina Sophie er 18 ára „Youtube-stjarna“ ef stjörnu má kalla. Hún kemur frá Þýskalandi og hefur náð miklum vinsældum þar í landi með rúma tvö hundruð þúsund fygljendur á Youtube og myndböndin hennar hafa mest fengið um fjögur hundruð þúsund áhorf.

Það er skemmtilegt að fylgjast með Melinu á Íslandi og gefur það ágætis sýn á það hvernig erlendir ferðamenn sjá landið okkar. Life With Melina heitir aðgengurinn hennar á Youtube og Instagram en Dagurinn hefur tekið saman nokkrar myndir frá ferðalaginu ásamt þessu myndband sem hún tók á ferðalaginu sínu.