Gangandi vegfarandi verður fyrir bíl á fleygi ferð

Enn ein áminningin um það hvað við erum heppin að búa á Íslandi. Ekki það að hér verði ekki árekstrar eða að hér stundi menn ekki hraðakstur en sem betur fer lendum við sjaldan í slysum eins og þessum!

Gangandi vegfarandi grípur tækifærið þegar engin umferð er á stórri götu í Úkraínu og ætlar að hoppa yfir. Hann reynir að bregða sér frá þegar svartur sportbíll kemur á (örugglega) 200 kílómetrahraða og keyrir manninn niður sem átti aldrei möguleika á að koma sér undan.

Þetta er ekkert grín.