Erlendir fjölmiðlar dást að íslenskri náttúru [Myndir]

1

Mynd 1 af 17

„Ísland hefur orðið einn af eftirlætis kvikmyndatökustöðum framleiðenda í Hollywood og ástæðan fyrir því sést bersýnilega þegar þessar myndir eru skoðaðar,“ segir á vef DailyMail í dag.

Á síðunni er landið kallað ‚land elds og íss‘ og talað er um að falleg norræn náttúran fari með stór hlutverk í Hollywoodmyndum á borð við Prometheus og The Secret Life of Walter Mitty auk þess sem ævintýraþættirnir Game of Thrones með kraftajötuninum Hafþóri Júlíusi eru að sjálfsögðu teknir upp hér á landi að hluta.

Hér fyrir ofan er myndaalbúmið sem um ræðir og eru þetta myndir teknar af ljósmyndaranum Peter Rolf Hammer sem eyddi fimm vikum hér á landi í að ferðast um landið og taka myndir.