Google leitartrix sem munu auðvelda þér lífið

Heldur þú að þú kunnir á Google? Ég held að þú vitir ekki baun í bala!

googlemarerki

Google er stærsta leitarsíða heims og hér á Íslandi þekkjum við varla annað. Google hefur á örfáum árum orðið hluti af lífi okkar allra þar sem flestir Íslendingar opna leitarsíðuna að minnsta kosti einu sinni á dag. Hvort sem þú vilt finna næsta veitingastað, hvernig á að framkvæma standandi 69 eða vantar að vita hvað 100 dollarar gefa þér mörg japönsk jen þá er Google með svarið fyrir þig.

Þú mátt líta á þennann lista sem einhverskonar handbók að ótakmarkaðri visku Google leitarvélarinnar

Að skilgreina orð

1

Tilfellið: Þegar þig vantar skilgreiningu á orði leitar þú gjarnan á Google en þarft oftast að leita í gegnum nokkrar niðurstöður til þess að finna þitt svar.

Lausnin: Ef þú skrifar „define:“ og svo orðið sem þig vantar finnur Google skilgreininguna beint fyrir þig.

Orðatiltæki, tilvitnanir og fleira

Tilfellið: Þegar þig vantar að finna þekkta tilvitnun eða uppruna sérstakra spakmæla mun það líklega ekki skila miklum árangri að skrifa það sem þú mannst úr setningunni.

Lausnin: Ef þú setur tilvitnunina inn í gæsalappir finnur Google uppruna orðatiltækisins.

Samheitaleit

Tilfellið: Þú vilt t.d. leita að upplýsingum um endurnýtanlega orku (Alternative energy) en þú veist að orðið ‚alternative‘ á mörg samheiti og þú vilt leita af þeim öllum í einu.

Lausnin: Ef þú setur merkið „~“ fyrir framan leitina þína leitar Google að öllum mögulegum upplýsingum með tiliti til samheitis.

Leit án tiltekins orðs

Tilfellið: Getur verið rosalega notadrjúgt til dæmis ef þú vilt finna uppskrift að brauði sem er án gers. Gæti að sjálfsögðu verið hvað sem er.

Lausn: Þegar þú hefur skrifað þitt leitarorð á Google bætir þú við „-„ (mínusmerki) fyrir aftan leitarorðið og Google finnur allar niðurstöður sem innihalda ekki valda orðið.

Leit eftir verði

Tilfellið: Þú vilt leita að til dæmis myndavél á ákveðnu verðbili

Lausnin: Til að byrja með skrifar þú hvaða vöru eða tæki þú ert að leita af. Svo bætir þú við hámarks og lágmarks verð sem þú ert tilbúinn að borga fyrir vöruna en skilur tölurnar að með tveimur punktum (..). Þetta ‚trix‘ gengur líka ef þú ert að leita að einhverju eftir dagssetningu. Þá einfaldlega bætir þú við tvem mismunandi dagssetningum með tvem punktum á milli.

Leit á sérstakri vefsíðu

Tilfellið: Ef þú sérð til dæmis rosalega áhugaverða frétt á Dagurinn.is um Kim Kardashian eða slagsmál í miðbænum en finnur ekki link á fréttina og getur ekki fundið hana.

Lausnin: Skrifaðu „site:“ og svo nafnið á síðunni (t.d. Dagurinn.is) fyrir framan leitarorðið. Google mun þá leita að leitarorðinu en aðeins á þessari tilteknu síðu.

Vantar orð í tilvitnanir

Tilfellið: Þig vantar að muna tilvitnun, setningu eða fyrirsögn á ákveðinni grein á internetinu. Þú mannst nokkurnveginn fyrirsögnina en minnið er götótt. Til dæmis mannstu að upphaf setningarinnar og eitt orð í endinum.

Lausnin: Skrifaðu setninguna eins og þú mannst hana en settu stjörnumerki (*) í stað orðanna sem þú mannst ekki. Google mun reyna að fylla í eyðurnar fyrir þig.

Stilla tíma

Tilfellið: Þú ert búin/n að steikja á þér hausinn með alltof mikilli tölvunotkun eða þú vilt passa að þú sitjir ekki við skjáinn í of langann tíma.

Lausnin: Skrifaðu „set timer for“ á Google og leitarvélin mun birta Google tímavélina. Þar getur þú stillt tíma í klukkutímum, mínútum og sekúndum og byrjað niðurtalningu. Google mun svo pípa á þig þegar tíminn er runninn út.

Umbreyting gjaldmiðla

Tilfellið: Þú ert á leiðinni til Taílands en auðvitað hefur þú ekki hugmynd um hvað hvað 1000 íslenskar krónur gefa þér í taílensku bath.

Lausnin: Skrifaðu upphæðina í íslenskum krónum og bættu við „Icelandic krona“ og „to“ og svo skrifaru gjaldmiðilinn sem þú vilt breyta í. Google opnar sinn eigin gjaldmiðla umbreytir og gefur þér rétta upphæð.

Leit að hreyfimynd

Tilfellið: Hreyfimyndir eða GIF eru orðin rosalega vinsæl og mikið notuð á samskiptamiðlunum. En hvernig finnur þú þessar myndir?

Launsin: Farðu í Google Images. Veldu „Search Tools“ og „Type“. Þar næst getur þú hakað við „Animated“ Hér eftir getur þú skrifað leitarorð og Google birtir aðeins niðurstöður í hreyfimyndum.

Google í flippkasti

Tilfellið: Þú vilt flippa í vini þínum eða samstarfsmanni

Lausnin: Prufaðu að skrifa „do a barrel roll“ á Google og ýttu á Enter.

Gjörðu svo vel!