Hafþór í brennidepli í næsta þætti af Game of Thrones

Nú eru tvær vikur liðnar frá síðasta þætti af Game of Thrones og það er einfaldlega of langur tími fyrir grjótharða aðdáendur þáttanna.

Næsti þáttur verður sýndur annað kvöld og heitir hann „The Mountain og Viper,“ og er þar vísað í hetjunna okkar Íslendinga, Hafþór Júlíus Björnsson. Mikil spenna hefur verið fyrir þættinum en Game of Thrones eru þekktir fyrir allt annað en að enda þættina á rólegu nótunum.

Spenntastir eru áhorfendur um allan heim fyrir bardaga The Mountain (Hafþór) við Red Viper og hafa framleiðendur þáttanna sagt að bardagaatriðið muni verða eitt það besta – ef ekki besta – í sögu þáttanna!

Það er því ljóst að okkar maður, Hafþór Júlíus, er orðin stjarna !

mountain

Sýnishorn úr þættinum má finna hér fyrir neðan en þátturinn verður sýndur frumsýndur í Bandaríkjunum í kvöld.