Þjálfari Kate Upton segir frá fitness leyndarmálum

1

Mynd 1 af 8

Fyrir þá sem ekki þekkja leikkonuna Kate Upton þá eru hún ung og efnileg leikkona í Hollywood sem nýlega vakti athygli ALLRA með kvikmyndinni The Other Woman ásamt Cameron Diaz, Leslie Mann og Nicki Minaj.

Mikið hefur verið rætt um atriði þar sem Kate (Upton) hleypur (auðvitað í slow-motion) meðfram ströndinni í Baywatch-stíl og geislar af svo miklum kynþokka að það er líkt og hún sé ekki frá þessari jörð.

Á meðan hleypur Cameron Diaz reið og afbrýðisöm á eftir henni og það endar allt saman í mjög fyndum fyrstu kynnum hjá þeim vinkonum. Þú getur séð atriðið í kvimyndinni The Other Woman en David Kirsch, einkaþjálfari Kate Upton, sagði í vikunni frá nokkrum af leyndarmálum leikkonunnar í viðtali við Elle.com

gif efst

Varðandi Kate, hvaða spurningar færðu oftast?

Það sem flestir vilja vita er hvort hún sé öguð og sinni mataræðinu jafnt sem æfingunum. Í sannleika sagt er hún ótrúleg í mataræðinu og fær sér til dæmis alltaf eggjahvítur og spínat í morgunmat. Hún er mjög meðvituð um það hvað hún þarf að borða.

Þú hefur hana á mataræði án sykurs og kolvetna. Hversu nákvæmlega fylgir hún þessu og hvað finnst þér um glúteinlaust mataræði?

“Við forðumst algjörlega sykur, áfengi og unnin kolvetni. Ég er ekki með hana á sérstöku glúteinlausu mataræði en það sem hún borðar venjulega er flest allt glúteinlaust.

Báðar dætur mínar eru á glúteinlausu mataræði og munurinn sést greinilega. Þær eru aðeins fjögurra ára gamlar en það sést klárlega á skapgerðinni í þeim að þetta virkar”.

Má Kate þá ekki fá sér eitt glas af víni með vinum? Myndi það raunverulega skemma mikið fyrir?

“Nei, það myndi ekki drepa hana að fá sér vínsopa en það verður að vera bannað. Eitt kvöld af mikilli drykkju getur grafið undan öllu sem við erum að gera. Ef þú ert að fara taka upp vilt þú vera í þínu besta formi en ef þú ert búin að drekka er það ekki mögulegt. Það gildir við alla, sama hver þú ert og hvað þú heitir”.

Þú hefur verið spurður mikið um æfingarútínuna hennar. Hvernig er hún?

“Við gerum mikið af öfga-áköfum æfingum og tökum æfingahringi. Þá tökum við þrjá til fjóra hringi en breytum mikið til á milli æfinga. Við æfum kjarnann mikið, rassinn og við reynum að móta og tóna lærin. Til þess að æfa hendurnar boxum við. Hún á sitt eigið par af boxhönskum og hún elskar að fá að ráðast á mig. Boxið er mjög góð leið til þess að æfa og brennir miklu”.

Hvernig æfðuð þið fyrir myndina The Other Woman?

“Það fór mikið eftir því hvar við vorum að taka upp en venjulega æfðum við 5-7 daga í viku. Oftast frekar seint á daginn og í 60-90 mínútur. Þær æfingar voru með mjög mikilli ákvefð og þær höfðu þann tilgang að tóna og losa hana við stress”.

Hvernig æfingarútínu myndir þú mæla með fyrir venjulegar konur (sem eru ekki að fara vera á forsíðu heimsþekktra tímarita en vilja samt líta vel út)?

“Ég mæli með nokkrum æfingahringjum með mikilli ákvefð. Það er engin pressa og þú ert ekki að fara í neina myndatöku en það væri gott ráð að búa til pláss fyrir tvo hringi á morgnanna, í byrjun hvers dags. Það getur enginn sagt mér að það sé ekki tími fyrir 10-15 mínútna æfingu á morgnanna. Það þarf ekki alltaf að æfa í 90 mínútur”.