Mótorhjóla Biggi lögga slær í gegn! [MYNDBAND]

Lögreglan hefur áttað sig á því fyrir löngu að allir eru á samfélagsmiðlunum. Það þýðir að það er ekki nóg fyrir lögregluna að vera sýnileg í umferðinni þegar hún getur náð til mun stærri hóp fólks á samskiptamiðlunum eins og til dæmis Facebook.

Enginn spáði þó fyrir um vinsældir Bigga löggu en hann hefur náð gríðarlegum vinsældum sem lögreglan á Facebook.

Í myndbandinu hér að neðan brýnir hann fyrir ökumönnum í umferðinni að fara varlega og fylgjast með mótorhjólum í umferðinni. Svo þeytist hann úr mynd á sínum fák.

Hér er það sem fólk hefur að segja um Bigga löggu. Athugasemdirnar eru allar nafnlausar en þær koma frá fólki á öllum aldri og allsstaðar af landinu.

“Hahahahahaha, alltaf góður, svo rauk hann bara af stað á hjólinu, ég er klár á að svona áminningar í léttari kantinum líkt Biggaáminningarnar eru skila sér lang best til okkar ökumanna, sama hvort við erum á HJÓLUM eða bílum  flottur þessi löggugæi”.

“Hann er þrælgóður og skemmtilegur”.

“Jesus pétur heilagur Biggi , núna meig ég aðeins á mig úr hlátri. Snilli”.

Það er greinilegt að störf lögreglunar virka á samfélagsmiðlunum, kannski ætti að gera meira af þessu?