Kínverji lætur lífið eftir glórulausan árekstur [MYNDBAND]

Við horfum á fyndin myndbönd á nánast hverjum degi. Við horfum á fólk detta, lenda í slysum, misstíga sig í ræktinni eða lenda í ‘fyndnum’ slagsmálum. Viðbrögðin við góðum myndbandi eru þau að við skjótum okkur aftur í sætinu og segjum langt og djúpt: “ÓÓÓóóóoooo”.

En hefur þú einhverntíman hugsað um það hvað gerðist eftir myndbandið?Rosalega fyndið myndband af 15 ára strák að detta á hjólabretti og fær handrið beint í klofið á sér. Allir hlægja voðalega mikið og strákurinn fær viðtal í lókal fréttablaði og allt. Í millitíðinni eyddi hann viku á sjúkrahúsi, borgaði himinháann sjúkrakostnað og svo kemur í ljós mörgum árum síðar að hann mun aldrei eignast börn.

Án þess að fara út í alltof mikla dramatík þá vildi ég benda á það að myndböndin sem við sjáum á internetinu skemmta okkur óneitanlega en er það siðferðislega rétt?

Hér fyrir neðan er myndband frá atviki sem gerðist í gær. Myndbandið er frá Kínverskri eftirlitsmyndavél og sínir mann sem verður fyrir bíl á stórri umferðargötu. Venjulega yrði myndbandinu hlaðið upp á ótal vefsíðum með grípandi fyrirsögn líkt og þessari hér fyrir ofan og allir myndu hlægja sig máttlausa yfir seinheppni mannsins. En myndi það breyta viðbrögðum þínum ef ég myndi benda þér á þá augljósu staðreynd að maðurinn í myndbandinu lét lífið?