Brúðkaupsmynd Kimye slær heimsmet í lækum

Áður en einhver kommentar „Hverjum er ekki drullusama“ undir fréttina þá eru um það bil tvær milljónir sem stendur ekki á sama.

Tímaritið People greindi frá því í gærkvöldi að ljósmyndin af stjörnuparinu Kim Kardashian og Kanye West að kyssast og innsigla hjónabandið hefur náð flestum ‚lækum‘ í þriggja ára sögu samskiptamiðilsins Instagram.

Þegar þetta er skrifað hafa 1.9 milljón manna ýtt á hjartað og líkað við myndina á Instagram en myndinni var hlaðið inn af Kim sjálfri þann 27.maí.

Myndin sem áður bar þennann (eftirsótta?) titil var mynd frá ungstirninu Justin Bieber þar sem hann og Selana Gomez voru að „kúra“. Sú mynd frá því í Janúar hefur lítil 1,8 milljón læk.