30 Hollywoodstjörnur með tvífaranum sínum

1

Mynd 1 af 31

Gerard Butler með sínum áhættuleikara

Allir hafa heyrt um að ríka og fræga fólkið eigi sér tvífara. Auðvitað ekki allir og ekki alltaf – en það kemur fyrir. Konungar og forsetar eiga líklega vafasömustu tvífarana..þeirra hlutverk snýst því miður um að vera skotnir frekar en forsetinn sjálfur..ekki beint draumastarfið.

Leikarar geta hins vegar átt tvífara af öðrum ástæðum. Einhverjir eru sérstakir áhættuleikarar og þurfa ekki að líkjast leikurunum neitt hrikalega vegna þess að þá er alltaf hægt að klippa til og breyta í eftirvinnslunni. Aðrir tvífarar eru sérstaklega í því starfi að taka á móti eða blekkja fjölmiðla. Það getur ekki verið leiðinlegt starf fyrir venjulegt fólk eins og okkur sjálf að láta fjölmiðla elta sig og njóta fimm mínútna frægðar á meðan raunverulegi leikarinn slakar á og vill ekki sjá fjölmiðlanna.

Hvað sem því líður þá eru hér fyrir ofan 30 Hollywoodstjörnur sem eru þekktar um allann heim ásamt tvífaranum sínum. Þú þarft ekki að gera annað en að fletta í gegnum myndirnar, hafa gaman af og svara þessari einföldu spurningu, myndir þú láta blekkjast?