Brad Pitt verður bara flottari með árunum [ALBÚM]

brad-pitt-01

Mynd 1 af 15

Tveimur vikum áður en Pittarinn útskrifaðist úr háskóla stakk hann af til Los Angeles og elti drauminn að verða leikari. Ferillinn byrjaði með aukahlutverkum og þar á meðal í þáttunum Dallas árið 1987.

William Bradley Pitt er fimmtugur Amerískur leikari og kvikmyndaframleiðandi. En hann þarf varla að kynna? Hann hefur unnið til fjölda verðlauna, hefur leikið í haug af A-klassa myndum, er með Angelinu Jolie og hefur í yfir 10 ár verið talinn einn kynþokkafyllsti karlmaður jarðar. Ekki slæm persónulýsing huh?

Brad Pitt virðist vera eins og gott rauðvín, hann verður myndarlegri með hverju árinu sem líður. Hér að ofan getur þú skoðað myndir og dæmt úr um það sjálf/ur!