Ber-að-ofan ferðamyndir eru glænýtt trend!!

Gleymdu sjálfsmyndum og #tbt eða nostalgíu fimmtudögum, nú er ENN EITT myndatrendið að tröllríða heiminum: Ber-að-ofan ferðamyndir!

Þær sem segjast hafa byrjað trendið eða byrjað að halda utan um það að minnsta kosti eru þær Olivia Edginton, Lydia Buckler og Ingvild Marstein Olsen frá Noregi. „Topless Tour“ verkefnið hvetur ferðalanga og heimsborgara til þess að deila fegurð sinni með heiminum, segir á Fésbókarsíðu hópsins.

Áður en lesendur fussa og sveia yfir ítrekuðum nektar/ljósmynda sköndulum ungu kynslóðarinnar þá er þetta ekki alveg jafn slæmt og það kann að hljóma í fyrstu. Myndirnar af berum túristunum eru teknar að aftan svo myndin einblínir fyrst og fremst á fallega náttúru og bak einstaklinganna frekar en túttur og annað sem lesendur höfðu ef til vill ímyndað sér.

„Topless túrinn er frelsun líkama og hjarta þíns til heimsins,“ sagði Edginton í viðtali við Daily Mail.

Á Instagram hefur ‚Topless túrinn‘ fengið 16.000 fylgjendur og geta óttalausir ferðalangar nú tekið þátt í sprellinu með því að tagga myndirnar sínar á Instagram með #TheToplessTour.

Hér fyrir neðan höfum við tekið saman nokkrar skemmtilegar myndir af síðunni – Og þeir Íslendingar sem eruð að fara í ferðalag, ekki gleyma að tagga #TheToplessTour!