1   2   3   4   5   6   7   8   9

8 ráð til þess að koma meiru í verk!

Þú getur því miður ekki fjölgað klukkutímunum í sólarhringnum eða fengið töfraryk í töfluformi hjá lækni til þess að vaka á nóttunni. En þú getur aukið afköst og komið meiru í verk með minna álagi og stressi.

Við lifum á tímum breytinga og allt er orðið tæknivænt, nýtt og allt þarf að gerast eins og skot. Margir hafa því reynt fyrir sér tækni eða sérstakar aðferðir sem eiga að skila auknum afköstum en gefist upp vegna þess að þær skila ekki árangri sem skildi – það er helst ein ástæða fyrir því. Samkvæmt helstu rannsóknum eru tveir meginþættir sem minnka afköst nútímamannsins sama hvað hann reynir að skipuleggja sig. Getur einhver giskað á hvað það er?

Tækni og valmöguleikar. Snjallsímar og spjaldtölvur eru allt í kringum okkur og skapa stöðugt áreiti og gefa okkur ótal möguleika á því að gera eitthvað allt annað en það sem við þurfum að vera gera. Og það skiptir ekki máli þótt þú látir ekki freistast, áreiti er truflun og truflun þýða minni afköst.

Hér á eftirfarandi síðum eru átta ráð sem auka afköst og bæta árangur!