iPhone símar hakkaðir og haldnir í gíslingu í Ástralíu

Margir eigendur iPhone eða iPad vöknuðu í nótt við skrítin hljóð frá tækjunum sínum og það var ekki vekjaraklukka. Það voru skilaboð frá hakkara sem hafði tekið yfir símann og læst honum fyrir eigendum sínum.

Þeir sem lentu í óhappinu sáu skilaboð á skjánum hjá sér, “Tækið hefur verið hakkað af Oleg Pliss” og peningakrafa til þess fá tækið aftur á 50 eða 100 dollara.

 

Það er ekki ljóst hve margir hafa orðið fyrir tölvuárásinni en fjölmiðillinn ‘Sydney Morning Herald’ fjölluðu um vandamál hjá eigendum Apple tækja í  sex borgum víðs vegar um Ástralíu. Annar Ástralskur fjölmiðill, ITWire heldur fram að einnig hafi fólk í Nýja Sjálandi orðið fyrir samskonar óþægindum.

 

Hakkið virðist vera í gert í gegnum ‘Find my iPhone’ appið sem gerir notendum kleift að læsa tækinu sínu í gegnum iCloud ef tækinu skyldi vera stolið.
Nokkrir virðast hafa fundið leið til þess að komast hjá því að borga ‘lausnargjaldið’ en meðal annars er hægt að tengja símann við tölvu og velja ‘restore iPhone from backup’ í gegnum iTunes.
Fyrir þá sem voru ekki með talnalás á símanum sínum lentu gjarnan í því að hakkarinn hafði læst símanum með leyninúmeri. Einhverjir fundu út að með því að gera rangann kóða þrisvar sinnum varð kóðinn óvirkur og notendur gátu endurheimt símann með því að tengja hann við iTunes.
Ef þú vilt gulltryggja að þú lendir ekki í klóm hakkarans ‘Oleg Pliss’ eða eftirhermu hér á Íslandi er ráð fyrir þig að hafa símann þinn læstann og endurstilla lykilorðið þitt á iCloud.