Floyd Mayweather og T.I. kasta stólum

Floyd Mayweather er ósigraður heimsmeistari í boxi en það stoppaði ekki rapparann T.I. í að ráðast á boxarann um síðustu helgi.

Samkvæmt slúðurmiðlinum TMZ vildi T.I. slást við Mayweather í gærkvöldi á veitingastað í Las Vegas og fóru þeir félagar fljótt að kasta stólum í hvorn annann.

Mayweather sagði vefsíðunni Necolebitche.com að slagsmálin hefðu verið vegna misskilnings yfir mynd á Instagram.

Myndin sem tekin var fyrir nokkrum vikum var af Floyd Mayweather ásamt nokkrum öðrum konum og meðal annars eiginkonu T.I., Tameka ‚Tiny‘ Harris.

„Ég hef þekkt Tiny lengur en ég hef þekkt T.I.,“ sagði Mayweather í viðtali. „Ég hef aldrei sofið hjá henni, aldrei kysst hana og aldrei komið við hana á óviðeigandi hátt“.

Í einu af myndböndunum frá veitingahúsaslagsmálunum heyrist Mayweather kalla að T.I.: „Control your bitch!“

Mayweather sagðist sjá eftir þeirri athugasemd. „Eina manneskjan sem ég vil biðja afsökunar er Tiny. Ég vildi að ég hefði ekki sagt þetta, hún er svöl“.

Rapparinn og boxarinn hafa báðir komist í fyrirsagnir blaða vegna ofbeldishegðunar þeirra undanfarið og var T.I. meðal annars viðriðin ofbeldisfull slagsmál á klúbbi í Los Angeles í síðasta mánuði.

Árið 2012 sat Mayweather inni fyrir alvarlega líkamsárás á fyrrum kærustu sinni.