1   2   3   4   5

5 bestu sumarstaðirnir í miðbæ Reykjavíkur

Á veturna er rosalega krúttlegt að sjá kærustupar skottast niður Laugarveginn, halda í hvort annað hönd í hönd og ilja sér með heitum kaffibolla í grimmu frostinu. En á sumrin er allt önnur stemming hjá Íslendingum. Þó ekki sé nema örlítil sólarglæta þá vill fólk ekki heyra minnst á vinnu og það eina sem stendur til boða er að komast út í blessaða sólina!

Ef þú ætlar ekki að liggja á svölunum heima hjá þér er líklegt að þú viljir tilla þér á kaffihús í miðbænum – En þá kviknar spurningin, hvert á að fara?

Dagurinn hefur tekið saman lista yfir 5 kaffihús sem hafa góða aðstöðu til þess að þú getir sitið úti og notið sólarinnar. Hér eru uppáhalds sumar-sólbaðs-staðirnir-okkar í réttri röð frá #5 til #1!

#5 – Kaffi Sólon

10371650_705758766148713_7366612937756843716_n

Góður matur, góð sól og með réttri vindátt myndast algjör pottur þarna neðst á Laugarveginum. Það er samt ástæða fyrir því að Sólon er í 5. sæti og það er að þú situr beint fyrir framan götuna og það eru fá sæti í boði. Ef þú vilt láta glápa á þig á meðan þú drekkur kaffið þitt þá er Sólon þinn staður.