Jay-Z og Beyonce gefa út RUN

Samvinna hjónanna Jay-Z og Beyonce tók 90° beygju í alveg nýja stefnu þegar hjónakornin gáfu út sýnishorn nú um helgina að því sem virðist vera bíómynd. Sýnishornið að Run inniheldur þau tvö innilega sexy auk A-klassa Hollywoodleikara á borð við Sean Penn, Jake Gyllenhaal, Blake Lively og fleiri.

Byssuskot, peningabúnt, bílaeltingaleikir og sprengjur er aðallega það sem þú munt sjá í þessu fjögurra mínútna sýnishorni – að ógleymdri tónlistinni frá heitustu hjónum heimsins.

Melina Matsoukas leikstýrir myndbandinu en hún hefur einnig leikstýrt tónlistarmyndböndunum ‚Pretty Hurts‘ með Beyoncé og ‚We Found Love‘ með Rihönnu en það síðarnefnda vann til Óskarsverðlauna.

beyoncesundlaug

Kvikmyndasýnishornið endar því miður á orðunum: „Coming Never“ en nafnið á myndinni ‚Run‘ gefur til kynna að þetta sé pepp fyrir tónleikaferðalag hjónanna, ‚On The Run Summer Tour‘ sem þau hefja frá Miami núna í enda Júní.