Rihanna er komin með bleikt hár [Aftur]

rihanna

Mynd 1 af 2

Öfga-nýtískulega söngkonan Rihanna er að sjálfsögðu alltaf jafn glæsileg en margir hafa kannski gefið henni það að nýjasta útlit söngkonunar er ekki alveg að frétta.

Það kom nokkuð á óvart þegar Rihanna mætti í stúdíó í L.A. á laugardaginn og skartaði ekki bara bleika hárinu heldur bleikum (nátt)fötum í stíl

Einhverjir kunna að halda að Rihanna hafi bara „skellt sér í eitthvað“ áður en hún fór út en peysu lufsan sem hún klæðist á myndunum hér fyrir ofan eru merktar með nafni Breska tískuhönnuðinum Nasir Mazhar og kostar peysan rúmar 100 þúsund íslenskar krónur. Vá.

Rihanna deildi mynd af sér á Instagram um helgina þar sem hún frumsýndi bleika hárið og skrifaði þar undir: „Bad gals just wanna have fun“.