Heimdallur vill frjálsan opnunartíma skemmtistaða

Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík birti um helgina auglýsingu sem fylgir eftir baráttu félagsins fyrir frjálsum opnunartíma fyrirtækja í borginni og þá sér í lagi skemmtistaða.

“Fyrst og fremst finnst mér að eigendur fyrirtækja eigi sjálfir að ráða því hvernig þeir hagi sínum opnunartíma,” sagði Ingvar Smári Birgisson, formaður Heimdallar.

Myndbandið hér að ofan er skemmtilega sett upp og ætti að höfða vel til ‘læk-kynslóðarinnar’ þar sem það sýnir svokallaða ‘My story’ á Snapchat hjá Siggu sem fer út að skemmta sér ásamt vinkonu sinni. Þær eru heldur betur ósáttar þegar skemmtistaðurinn lokar undir lok kvöldsins en fagna ásamt öðrum gestum staðarins þegar ákveðið er að partýið fái að lifa aðeins lengur.

Sjón er sögu ríkari, sjáðu myndbandið að ofan.