1   2   3   4   5   6   7   8   9   10

10 merki um að Íslenska sumarið er að koma

nautholsvik1

Fallega landið okkar er þekkt fyrir allt annað en frábært veður. Við vitum það öll að við getum lent í sól, snjó, rigningu og regnboga allt á sama rauða ljósinu og sumrin eru alltaf jafn ófyrirsjáanleg.

Síðasta sumar var reyndar eitthvað það slakasta sem sögur fara af í höfuðborginni en ætli sólin hafi ekki bara verið að spara sig fyrir sumarið 2014?

Við erum farin að vakna í betra skapi með sólina að steikja svefnherbergið okkar og fólk með frjókornaofnæmi er farið að tárast og hnerra á fimm mínútna fresti. Hér á næstu blaðsíðu eru nokkur merki þess að Ísland er korter í sumar!