Myndband: Systir Beyonce ræðst á Jay-Z

Dagurinn greindi frá því í síðustu viku að allar skærustu stjörnur Hollywood hefðu komið saman á Met Gala ballinu í New York. Vestrænir fjölmiðlar fjölluðu mikið um að Jay-Z og Beyonce höfðu verið yfirsig ástfangin og verið sætasta parið á kvöldinu.

Eitthvað virðist þó hafa farið úrskeiðs þetta kvöld vegna þess að slúðurfréttavefurinn TMZ birti þetta myndband í gær:

Myndbandið sýnir Solange Knowls, systur Beyonce rífast við Jay-Z í lyftu og réðst svo á hann af fullum krafti. Líkamsárásin er nokkuð alvarleg en það furðulegasta í þessu öllu saman er að Beyonce stendur á milli þeirra og lætur sem hún taki ekki eftir ólátunum.

Lífvörður hjónanna stoppar slagsmálin og heldur Solange frá parinu uns þau koma á rétta hæð og ganga út líkt og ekkert hafi í skorið… Furðulegt?

Stjörnuparið hefur auðvitað ekki tjáð sig frekar um málið, en hvað ætli hafi farið fram á milli Jay-Z og Solonge?