Justin Bieber vantar spennu í líf sitt

Söngvari, dansari, skemmtikraftur og nú síðast, adrenalínfíkill!

Fjölmiðlar vestanhafs halda áfram að segja að ungstirnið Justin Bieber sé að ‚missa það‘. Söngvarinn birti myndband á Instagram-síðu sinni í gærkvöldi þar sem hann hékk utan á bifreið og lét draga sig á fleygi ferð á hjólabretti. Sjálfur segist hann gera það sem honum þyki skemmtilegt til þess að halda spennu í lífinu.

Dagurinn gengur ekki svo langt að segja að Bieberinn sé að missa það  en hann skrifar sjálfur undir myndina: „Lol had a great time“.

Ef Justin Bieber er að fara út í adrenalínsportið ættum við að sjá hann fara bráðum í fallhlífastökk eða teygjustökk en hann ætti líka að geta opnað sitt eigið tívolí ef hann fær áhuga á því.

Bieberinn er með hjólabretta-bílaathæfi sínu að minna okkur á það að hann er enn bara strákur.