Íslendingar eyða of miklum tíma í menntun og vinnu

Sviss eru hamingjusamasta þjóð í heimi annað árið í röð samkvæmt rannsókn OECD Efnahags- og framfarastofnuninni. Ísland situr í 6. Sæti en Bandaríkin ná ekki að vera í topp 10 á listanum, fjórða árið í röð.

Í rannsókninni eru lífsgæði mæld eftir innkomu, menntun, heimilishöldum, heilsu og lífsgleði. Dagurinn tók saman fyrstu 10 sæti listans:

#10 – Holland

#9 – Mexíkó

#8 – Finnland

#7 – Ástralía

#6 – Ísland:

  • Lífshamingju stig: 7.5 (5.-6. Sæti)
  • Sjálfsmat á góðri heilsu: 78% (9.hæst)
  • Vinnustundir: 13.7% (8.hæst)
  • Lausafé íbúa: (17. Lægst)
  • Meðalaldur: 82.4 ár (4. Hæst)

Á Íslandi eru 80% íbúa á starfsaldri í vinnu sem er hæsta hlutfall allra landa í rannsókninni. Auk þess eru Íslendingar í fyrsta sæti þegar kemur að félagslegu stuðningsneti en 96% þjóðarinnar segja að þeir hafi einhvern sem þeir geti treyst á í neyðartilvikum.

Þar með eru helstu ‚sigrar‘ Íslendinga í þessari rannsókn upp taldir en Íslendingar eyddu meðal annars næst flestum árum allra þjóða í menntun, eða 19,5 árum. Þrátt fyrir það situr Ísland í neðri helming töflunnar þegar kemur að PISA prófinu sem lagt er fyrir alla 10. Bekki grunnskóla og fólk á vinnumarkaðinum.

#5 – Austurríki

#4 – Danmörk

#3 – Kanada

#2 – Noregur

#1 – Sviss

ekkiáíslandi

Skopmynd um hamingju á Íslandi – hamingja á ekki að geta fundist þar sem þessir hlutir eru ekki til staðar!