Gettu hver er hataðasti karakter Game of Thrones?

Fjórða serían af Game of Thrones hefur farið hratt af stað og fengið magnaðar viðtökur.

Síðustu þrjár seríur hafa aðdáendur þáttanna hatað unga konunginn Joffrey en eftir að hann dó skyndilega hafa aðdáendur velt því fyrir sér hver sé hataðasti karakter þáttanna um þessar mundir.

Það er nokkuð víst að karakterinn „The Mountain“ sem er leikinn af Hafþóri Júlíus var ekki fyrir valinu en hann kemur fram í 6. Þætti seríunar í kvöld.

cersei

Í könnun Huffington Post segja rúmlega 40% lesenda að Cersei sé sá karakter sem þeir hati mest. Cersei hefur áunnið sér þennan titil með því að hafa ráðskast með allt og alla en eftir að henni var nauðgað fyrir aðeins tvem þáttum síðan hefði ekki komið á óvart ef Jamie hefði fengið titilinn.

Hvern hatar þú?