Heimsreisufarar semja lag í hverju landi: Kambódía

Þeir Ástmundur Kolbeinsson, Jónas Atli Gunnarsson og Sæmundur Hrafn Linduson eru búnir að hafa það gott í Kína, Japan, Dubai og fleiri stöðum síðusta mánuðinn en eru nú staddir í Phnom Penh í Kambódíu.

Strákarnir ganga skrefinu lengra í að láta mann öfunda sig í nýjasta laginu þeirra þegar þeir syngja um hvað það sé yndislegt að vera úti í fríi á meðan við hin erum á Íslandi.

Næst heimsækja þeir Víetnam, Kúala Lumpur, Bali og svo London.

Hér er lagið þeirra frá Kambódíu!