1   2   3   4   5   6   7   8   9   10

10 týpur sem þú hittir á djamminu á Íslandi

Hvað er að gerast í kvöld? Ætlar þú að fara „all-in“ á Eurovision eða bara fá þér nokkra drykki með besta vini þínum?

Ég hef fréttir að færa og þær eru að sumarið er komið. Þú kipptist örugglega ekki til í sætinu við þær fréttir en þú varst kannski búinn að gleyma hvað djammið á Íslandi er miklu skemmtilegra á sumrin!

En ef þú ferð niður í bæ í kvöld þá er ekki ólíklegt að þú rekist á einhvern sem þú þekkir. Hér á næstu síðum eru 10 týpur sem þú hittir ALLTAF á djamminu!

1) Vinurinn eða vinkonan sem þú hefur ekki séð í þúsund ár

Friend_hug

„Váv hvað það er gaman að sjá þig“ týpan! Þið voruð bestu vinir fyrir nokkrum árum en einhvernvegin misstuð þið kontakt. Þér finnst þú þekkja persónuna betur en nokkur annar en fattar svo á meðan þú klappar henni á bakið á meðan hún ælir að þið þekkist eiginlega ekkert lengur.