Zac Efron, Seth Rogen og Jimmy Fallon taka selfie!

Það liggur ekki fyrir hvernig Jimmy Fallon nær aftur og aftur að plata gesti sína í ‘The Tonight Shot’ til þess að gera sig að fífli og taka þátt í hverri vitleysunni á fætur annari.

Síðastliðið þriðjudagskvöld fékk Fallon grínarann Seth Rogen og kyntáknið Zac Efron til þess að leika með sér í ímynduðu unglingaþáttaröðinni “Eew”. Fallon leikur þar þáttastjórnandann Söru sem er jafn “r-mælt” og Tási í Looney Tunes en Seth og Zac leika vinkonur hennar og koma sem gestir í þáttinn.

Hér að neðan má sjá “sketzinn” sem er stórkostlega fyndinn enda alltaf gaman að sjá karlmenn klæða sig upp í drag!