Ungfrú Ísland missir sig í gleðinni í nýrri Nikebúð

tanjamin

Mynd 1 af 2

Tanja Ýr, ungfrú Ísland 2013 og tískubloggari fór á opnun nýrrar Nikeverslunar í Smáralind í gær og segir á blogginu sínu að hún verði líklega gjaldþrota þegar hún fari næst í Smáralind því hún vill eignast svo margt í versluninni.

“Það er svo gaman að æfa í nýjum ræktarfötum og þess vegna verður MJÖG gaman hjá mér í ræktinni á næstunni,” segir Tanja Ýr og hlær en bætir við að í tilefni þess að búðin er að opna ætlar hún að gefa einum lesenda bloggsíðunar sinnar Nike skó.

Hægt er að lesa bloggið og skoða myndir á heimasíðu Tönju, www.tanjayr.com