Tölvuleikur breytir konum í verðlaunagripi

Þegar Kanye West og Future gáfu út lagið „I Won“ í apríl sagði rapparinn Future að lagið ætti að vera upplyfting fyrir konur.

Margir hér á landi eru ef til vill ekki sammála rapparanum þar semlagið fjallar í megindráttum um að góð kona sé eins og verðlaunagripur sem hægt er að grobba sig af.

Í dag skiptir ekki máli hvað Future sagði um lagið vegna þess að í vikunni gáfu þeir félagar út tölvuleikinn hér að neðan til þess að fylgja eftir laginu.

Í leiknum reynir spilarinn að næla sér í „a trophy wife“ eins og þeir segja sjálfir með því að kasta gullkeðjum í konurnar og þá breytast þær í verðlaunagripi. Safnaðu eins mörgum bikurum og þú getur á einni mínútu til þess að vinna.

Hvað segja ‘Kynlegar athugasemdir’ um leikinn?

Rappararnir tveir hafa báðir gefið út lítinn tölvuleik til þess að fylgja eftir smáskífu en enginn hefur fengið sömu athygli og þessi.

Eru þeir að vekja athygli á kvenhatri eða eru þeir jafn stoltir af konunum sínum og þeir eru þegar þeir vinna til verðlauna?

Hér fyrir neðan er upprunalega myndband lagsins ‚I Won‘.