Kim og Kanye eru búin að gifta sig í leyni

kim-kardashian-kanye-west-married-license

Dagurinn greindi frá því í síðustu viku að raunveruleikastjarnarn Kim Kardashian og rapparinn Kanye West ætluðu að gifta sig þrisvar!

Einu sinni borgaralega í Bandaríkjunum til þess að fá öll tilskilin réttindi í heimalandinu.

Aðal brúðkaupið á að fara fram í París við mikla veislu í franskri höll en svo þarf auvðitað að vera sérstök atöfn fyrir þáttinn Keeping up with the Kardashians.

Samkvæmt mesta slúðurvef heimsins, PerezHilton.com, fór leynilega borgaralega vígslan fram í vikunni. Heimildarmaður síðunar segir að vígslan hafi farið fram á heimili turtildúfanna en engar frekari upplýsingar hafa komið fram í bili.