1   2   3   4   5   6   7   8   9   10

Það skemmtilegasta við sumarið 2014!

737956cb9b988f32ecbd458d69e58101a

Gleðilegt sumar! Ég veit ekki um einn Íslending sem var ekki að elska það þegar hann steig inn í bílinn sinn í byrjun þessarar viku og áður en hann spennti beltið þurfti hann að breyta miðstöðinni úr max heitt í max kalt! Í þessari viku hefur bíllinn verið heitur eins og gufa og sólin er búin að skína eins og á Mallorca!

Ég viðurkenni, það er kannski fullt ýkt að líkja íslenskum aprílmánuði við Mallorca en ég er bara rosalega þakklátur fyrir blíðuna sem við erum búin að fá síðustu tvær vikur.

Það er lykilatriði þegar sumarið er að bresta á að nota góða veðrið, þess vegna er öll óþarfa tölvunotkun og fésbókartímaeyðsla bönnuð í maí. Það eina sem þú mátt gera í tölvunni er að búa til besta sumar ‚playlista‘ sem hefur verið gerður! Sjáðu bara til þess að hann innihaldi góða blöndu af klassísku íslensku sumarlögunum og Pitbull. Þá ættu allir að vera glaðir.

Hérna eru topp 10 skemmtilegustu atriðin sem hægt er að gera á sumrin á Íslandi! Athugið að við byrjum á atriði #10, bara til að gera þetta spennandi.

#10 – Frisbígolf!

frisbigolf

Ef þú hefur ekki kynnst frisbígolfi síðustu tvö sumur þá ert þú að missa af miklu! Þessum tvem höfðingjaíþróttum er blandað saman á þann hátt að leikmenn spila eins konar golfhring NEMA með frisbídisk!

Íþróttin er rosalega skemmtileg í góðu veðri og kostar lítið auk þess sem hún er góð útivera. Eini kostnaðurinn þannig séð er að kaupa frisbídisk og ef þú átt hann ekki úti í bílskúr er hægt að fá hann gefins á bensínstöðvum eða kaupa alvuru disk á tæpar 2000 kr. Hérna!

Sportið er að stækka hratt hér á landi og því eru margir vellir og enn fleiri á leiðinni.

folfvellir2014-1024x741