Kim og Kanye gætu gift sig í vikunni

kimkardashSvo virðist sem Kim Kardashian og Kanye West gætu gert svolítið í vikunni sem er algjörlega á móti þeirra eðli… Gift sig í einrúmi! Það er að segja ekki með myndavélum, beinni útsendingu og þúsundum heimsþekktra gesta – og það gæti gerst í vikunni.

Slúðurvefurinn TMZ fjallaði um það í gær að parið hefur nú þegar sótt um tiltekin leyfi og pappíra til giftingar í Bandaríkjunum og búist er við því að þau gangi frá hjónabandinu í þessari viku.

Heimildarmaður síðunar segir jafnframt að parið muni ekki þurfa að fara á opinbera skrifstofu til þess að skrifa undir heldur mun opinber starfsmaður fara heim til þeirra og framkvæma athöfnina þar.

Eftir um tæpan mánuð eða þann 24. maí næstkomandi er svo áætlað sögulegt brúðkaup þeirra í París.

Þrátt fyrir að brúðkaupið í Kaliforníu eigi að vera prívat og persónulegt þá kæmi það okkur ekkert á óvart ef þar væru ein eða tvær myndavél á lofti en þátturinn ‚Keeping Up With The Kardashians‘ er þekktur fyrir allt annað en að missa af stóru stundunum.

Sjá einnig:
Kim og Kanye ætla að gifta sig þrisvar!
Heitustu móment Kim Kardashian
25 Tilvitnanir í hrokagikkinn Kanye West