Hvernig á að taka hina fullkomnu Instagram-mynd

Egill deilir visku sinni en hann er með reynslumeiri Instagram sérfræðingum landsins

Egill deilir visku sinni en hann er með reynslumeiri Instagram sérfræðingum landsins

 

Það er auðvelt að tapa sér í gleðinni fyrsta klukkutímann eftir að þú hlóðst inn mynd á Instagram. Sagði ég gleðinni? Ég meinti stressinu!

Það eru tíu mínútur liðnar og ekki eitt einasta ‚læk‘ er komið í hús… þetta hlýtur að vera internetsambandið í húsinu vegna þess að ég var að hlaða inn mynd af mér í golfi á fimm stjörnu hóteli í Tælandi – og ég er bara á sundfötunum! Hvernig getur internetið ekki verið rauðglóandi yfir myndinni minni??

Já alveg rétt, það var Beyonce sem var með kærastanum í Tælandi en ekki ég, ég er bara á Íslandi og það er skítkalt.

En það kannast samt örugglega flestir við það að hlaða inn mynd og við vitum það í hjarta okkar að myndin er snilld! Það á allt eftir að verða vitlaust… en nei! Internetið virðist bara ekki vera sammála okkur og við sitjum uppi með mynd ársins en aðeins ellefu ‚læk‘.

Ef þú kannast við vandamálið gætir þú haft áhuga á að kíkja á nýju síðu tölvuvísinda- og gervigreindardeild MIT en þeir hafa búið til reiknirit sem spáir því hvað myndin þín mun fá mikla athygli á samfélagsmiðlunum – áður en þú hleður henni upp!

Ég viðurkenni að forvitni ég prófaði forritið og ég skil það ekki alveg. Handahófskenndar tölur segja mér ekki mikið um það hvað ég á eftir að fá mörg ‚læk‘ á nýju myndina af mér og kæró en vísindamennirnir fundu fleira sem getur hjálpað.

Auk þess sem rannsakendur gáfu út þetta sérstaka reiknirit þá hafa þeir líka tekið saman hvaða sex hlutir virðast hafa mest áhrif á athygli mynda á samfélagsmiðlunum. Sum atriðin eru nokkuð augljós en önnur koma á óvart og geta hjálpað til að luma nokkrum auka ‚lækum‘ á myndina þína.

Á móti hafa þeir fundið út að drullusokkur, fartölva, golfvagn og eldhússpaði eru allt hlutir sem draga úr hitanum á myndinni og þú ættir þess vegna að reyna að forðast þessa hluti eins og heitann eldinn.

Þegar upp er staðið vitum við öll að þetta er óþarfa stress í okkur. ‚Læk‘ skipta engu… En ef þú vilt fá fullt af ‚lækum‘ rífðu þig þá á lappir, hentu þér í mínípils og bikinitopp, taktu upp kaffibolla og byssuna hans pabba og taktu mynd. Settu svo ‚Valencia filterinn‘ á til þess að virðast brúnari og hitinn á síðunni þinni verður svo mikill að internetið á eftir að fara af Reykjavík.

Settu #dagurinn á Instagram!