Myndir: Miranda Kerr er sjóðandi heit í Vogue!

1

Mynd 1 af 12

Titillinn á þessari grein átti eiginlega að vera „Miranda Kerr verður ekki einhleyp lengi“ eða „Miranda Kerr prýðir forsíðu Vogue í Tævan“ en hún er einfaldlega svo kynþokkafull að fyrirsögnin skrifaði sig sjálf.

Undanfarin misseri hefur súpermódelið sýnt allar sínar bestu hliðar og hefur setið fyrir á hverri forsíðunni á fætur annarri.

Nú síðast á forsíðu Vogue í Tævan eins og fyrr segir en einnig á karatímaritinu GQ í Bretlandi.

article-2615603-1D6D137E00000578-206_634x912

Miranda og “the hunk of all hunks” Orlando Bloom voru rosalega sexy saman

Miranda og hjartaknúsarinn Orlando Bloom skildu í október síðastliðnum en þau eiga saman soninn Flynn.

Skilnaðurinn hefur kannski eitthvað að gera með það að módelið hefur verið einkar djörf í síðustu myndatökum og þá sérstaklega í myndatöku fyrir maí tölublað GQ tímaritsins.

miranda-kerr-gq-may-2014-03

Ef eitthvað er til í orðatiltækinu “sex sells” hefur GQ selst út á mjög stuttum tíma

Miranda Kerr sagði nýlega í samtali við ‚Good Morning America‘ að hún og Orlando gætu ekki verið hamingjusamari að vera að ala Flynn upp í sameiningu en það kann að hafa breyst á síðasta sólarhringnum.

Þá birti Orlando Bloom mynd af sér og Selenu Gomez og síðan þá hefur Miranda hlaðið inn tvem myndum á Instagram-síðu sína með karlkyns módelum og haldið utan um þá báða.

article-2615603-1D6F24F600000578-17_634x640

Hvaða vandamál sem kunna að vera í einkalífinu hjá þessum kynþokkafullu furðufuglum þá getum við allavega rúllað í gegnum albúmið hér að ofan og haft gaman af.