Garðurinn hjá Miley Cyrus: Hestur og indíánatjald?

Hver hefði búist við minna frá ungfrú Miley Cyrus?

Flestir yrðu yfir sig sáttir með þægilega garðstóla og borð væri líka frábært. En við gleymum því alltof oft að Miley er ekki eins og við hin. Í garðinum í húsi hennar í hlíðum Hollywood ber hæst að nefna sundlaug, risa stóra hestastyttu, Hollywood skilti og enn stærra indíánatjald.

Tjaldið umrædda

Indíánatjaldið umrædda

Allt saman er þetta furðulegt en það verður að segja að Indíánatjaldið stendur upp úr en það var 21. árs afmælisgjöf frá henni sjálfri og kostaði tæpar 3 milljónir íslenskra króna! Hvernig er það yfir höfuð mögulegt?

Auk þess að deila myndunum af garðinum þá tók Katy Weaver myndbandið sem hægt er að sjá hér að neðan. Katy er kærasta söngvarans Wayne Coyne sem hefur unnið síðustu daga með Cyrus. Við þökkum Katy kærlega fyrir þessa innsýn í líf umdeildustu söngkonu samtímans á meðan við horfum á og vitum ekki alveg hvort við eigum að hlæja eða gráta…