Justin Bieber gefur óvænt út nýtt lag

justinbieber1

Justin Bieber í gær

Í gærnótt deildi ungstirnið Justin Bieber algjörlega óvænt nýja laginu „Hard2FaceReality“ til aðdáenda sinna á Twitter.

Lagið sem er aðeins tvær mínútur er unnið með tónlistarmanninum PooBear og talið er að lagið fjalli um vandræði og seinheppni Biebers síðustu vikurnar en eins og Dagurinn greindi frá þá heiðraði Bieber óvart Japanska stríðsglæpamenn í heimsókn sinni í Japan (eins fáránlegt og það hljómar).

Eftir aðeins tvær klukkustundir á Twitter höfðu 21. Þúsundir „retweet-að“ laginu en margir hafa giskað á að Bieber syngi í laginu til Selenu Gomez en mikið hefur verið fjallað um að þau gætu verið að ná aftur saman.

Hlustaðu á lagið í gegnum Soundcloud hér beint fyrir neðan!