Óvenjulegur listamaður notar hrífu í stað pensils!

1

Mynd 1 af 12

Andres Amador er enginn venjulegur listamaður. Í stað pensils notar hann hrífu og í stað striga málar hann í náttúruna, oftast á ströndina.

Listaverkin hans hafa náð 10 þúsund fermetrum og hann eyðir mörgum klukkustundum í hvert verk þó svo að hann viti að það sé aðeins tímaspursmál hvenær það komi flóð og ískaldur sjórinn eyðileggi verkið fyrir fullt og allt.

Þegar þú stendur á miðri ströndinni líta rákirnar í sandinum kannski ekki út fyrir að vera mikið en þegar heildarmyndin er skoðuð er list Andresar vægast sagt mögnuð.