Katrín Edda vann allt í Austurríki: Myndir

1

Mynd 1 af 11

“Jesús, ég er að deyja þetta er ótrúlegt!!!!,” skrifaði Katrín Edda ánægð á Fésbókarsíðu sína í gærnótt eftir að hún vann allt sem hægt var að vinna á Alþjóðlega Austurríska meistaramótinu í fitness og vaxtarrækt.

Katrín keppti í módelfitness á International Austrian Championship sem fór fram í Vín í gær. Hún hafði greinilega náð að halda formi vel frá því á Íslandsmótinu í síðustu viku  þar sem hún lenti í 2.sæti en nú hafnaði hún í fyrsta sæti í sínum flokki auk þess sem hún var heildarsigurvegari mótsins í flokki módelfitness.

Katrín Edda og  fjórir aðrir Íslendingar keppa svo aftur í dag í Búdapest. Meðfylgjandi eru myndir af frammistöðu Katrínar.