Raunveruleikastjarna býður heim í bikini-partý

22adkjdf

Mynd 1 af 4

Raunveruleikastjarnan og súpermódelið Danielle Lloyd er ef til vill ekki heimsfræg á Íslandi en hún hefur skapað sér stórt nafn á Bretlandseyjum á síðustu árum sem raunveruleikastjarna. Auk þess var hún Ungfrú Stóra Bretland árið 2004, Playboy kanína árið 2006, kærasta fótboltakempunar Teddy Sheringham, sigurvegari Bresku Wipeout þáttanna og nú síðast giftist hún fótboltakappanum Jamie O‘Hara.

Raunveruleikastjarnan sem átti sitt þriðja barn í ágúst á síðasta ári hefur verið mikið í breskum fjölmiðlum eftir að hafa komið sér í ótrúlega flott form á skömmum tíma eftir barnsburðinn.

Í gær deildi hún þessari mynd af sér:

Og sagði að á föstudaginn yrði sérstakt bikini-partý heima hjá henni þar sem hún er svo ánægð með að vera komin í gott form á ný.

Fylgstu með MissDLloyd á Instagram!