Kim & Kanye ætla að gifta sig þrisvar!

1 kimkanye

Mynd 1 af 11

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hefur greinilega tröllatrú á hugtakinu „allt er þá þrennt er“.

Kim er samkvæmt heimildarmönnum að skipuleggja ekki eitt heldur þrjú brúðkaup ásamt tilvonandi eiginmanni sínum, rapparanum Kanye West en hann mun þann 24.maí verða þriðji eiginmaður Kim.

Samkvæmt frétt RadarOnline.com mun parið gifta sig tvisvar í Frakklandi en einu sinni í Suður Kaliforníu.

Brúðkaupið átti upphaflega að fara fram í Frakklandi en lögmaður þeirra á að hafa ráðlagt þeim að hafa athöfnina í Bandaríkjunum til þess að forðast ‚lagaleg vandamál‘.

Þess vegna ætla Kim og Kanye að giftast borgaralega í Kaliforníu fyrst og halda svo út til Frakklands.

article-2613101-1D1DA7FD00000578-750_634x400

Orðrómur er um að „aðal-brúðkaupið“ muni fara fram í Chateau de Louveciennes, höll Louis XIV og því ljóst að brúðkaupið verður sögulegaglæsilegt.

Heimildarmenn segja að Kim muni skipta um ‚dress‘ þrisvar yfir daginn og er talið að Axxedine Alaia verði einn hönnuða.

article-2613101-1D2117B500000578-278_634x475

Kim heimsótti höll Louis XIV með yfirmanni hönnunar hjá Balmain, Olivier Rousteing . Það er talið gefa ágæta vísbendingu um það hver muni hanna kjól Kim og að brúðkaupi muni í raun fara fram í höllinni.

Hingað til hafa stærstu brúðkaup sögunar verið konungleg en það er eitthvað sem segir okkur að brúðkaup raunveruleikastjörnurnar og rapparans muni vekja smá athygli…