50 Cent og Jason Statham ‘tjilla’ saman í London

Rapparinn sem nýlega varð leikar, 50 Cent hefur landað enn öðru hlutverkinu á hvíta tjaldinu en samkvæmt kvikmyndagagnasafninu á internetinu (IMDB) er 50 að fara leika í grínmyndinni ‚Spy‘.

Þeir sem hafa fylgst með rapparanum vita að hann hefur verið að leika mikið að undanförnu og þar á meðal í myndinni ‚The Frozen Ground‘ með John Cusack og Nicolas Cage og í ‚The Escape Plan með ekki minni nöfnum en Sylvestor Stallone og Arnold Schwarzenegger.

Má segja að 50 sé ekki eina stóra nafnið í myndinni en með honum leika Melissa McCarthy sem sló í gegn í stelpugrínmyndinni Bridesmaides, hjartaknúsarinn Jude Law og harðjaxlinn Jason Statham.

melissa mccarthy

Myndin fjallar um skrifstofublók hjá CIA sem leikin er af Melissu McCarthy sem fer á glæpavettvang í fyrsta sinn. Ef hún fær að njóta þess að vera hún sjálf í myndinni verður það eflaust topp#1 fyndið.

Rosie Huntington-Whiteley, Jason Statham

Jason Statham mun leika ofursjálfsöruggann og svalan spæjara sem þó er klaufalegur. Það verður þó að segjast að skemmtilegast verður að sjá 50 Cent leika sjálfan sig.

50 Cent er þessa daganna staddur í Lundúnum og með hverjum ætti hann að ‚tjilla‘ öðrum en sjálfum Jason Statham?

Þessari grjóthörðu selfie deildi 50 á Instagram fyrr í dag.