Raunveruleikastjörnur djamma á Austur í kvöld

GeordieShoreSeason4

Mynd 4 af 4

Breskar raunveruleikastjörnur eru staddar á Íslandi þessa daganna með aðeins eitt verkefni fyrir höndum: Að djamma!

Þátturinn sem ekki má nefna á nafn fylgir eftir hópi af svokölluðum spíttskýlum og spíttbátum sem djamma frá sér allt vit eins og þeim einum er lagið á partýstöðum um allann heim.

Í gær vakti hópurinn mikla athygli þegar hann dansaði á skemmtistaðnum b5 en stór hópur fólks sem var ekki komið til þess að djamma heldur einungis til að fylgjast með stjörnunum var til lítilsháttar vandræða. Lítill fugl í Reykjavík hvíslaði að Deginum að hópurinn muni koma til með að skemmta sér aftur í kvöld og þá á stærsta klúbbi Reykjavíkur, Austur.

Austur verður þó opið almenningi í kvöld og ljóst að það þeir sem gera sér ferð í bæinn til þess að fagna sumardeginum fyrsta sem er á morgun eiga skemmtilegt kvöld í vændum.