Bieber heiðrar minningu stríðsglæpamanna í Japan

Samkvæmt Instagram- og Twittersíðu Justin Biebers stoppaði ungi tónlistarmaðurinn við hið umdeilda Yasukuni helgiskrín í Japan í vikunni. Skrínið er til heiðurs látinna hermanna en meðal þeirra eru leiðtogar sem skipulögðu fjöldamorð í heimsstyrjöldinni síðari og eru þekktir sem verstu stríðsglæpamenn Japans.

Bieber vottaði stríðsglæpamönnunum sem unnu grimmdarverk um Asíu og Kyrrahafið virðingu sína og tísti: „Þakka ykkur fyrir blessun ykkar“. Bieber fékk á örskömmum tíma 666 þúsund „læk“ og tugi þúsunda „retweets“ áður en hann áttaði sig og tók myndina út.

Kínverskir aðdáendur Biebers voru allt annað en sáttir.

„Vinsamlegast komdu aldrei aftur til Kína, okkur líkar ekki við heimskt fólk,“ sagði kínverskur aðdáandi við færsluna.

„Þú særir kínverska aðdáendur Bieber!!!! Gerðu það eyddu myndinni…Ég trúi ennþá að þú sért góður strákur Bieber. Svo ef þú vilt ekki missa kínversku aðdáendur þína. Gerðu það!!!“ Skrifar annar aðdáandi á síðuna.

Bieber hefur svarað fyrir ummæli sín á samfélagsmiðlunum og sagði meðal annars:

„Þegar ég var í Japan bað ég bílstjórann minn að stoppa þegar ég sá fallegt helgiskrín. Ég vissi ekki betur en að helgiskrínið væri annað en bara bænastaður. Til allra þeirra sem ég kann að hafa móðgað þá biðst ég innilega afsökunar. Ég elska Kína og ég elska Japan,“ skrifaði Bieber.

Hér getur þú séð afsökunarbeiðin Biebers, ýttu á “view on Instagram”.