Það sem við tökum ekki eftir þegar við tökum selfie

Í dag virðist skipta meira máli að vera mikilmenni á samskiptamiðlunum frekar en í raunveruleikanum. Allt snýst um eina selfie í viðbót, flottann vegg á Instagram og það er háalvarlegt mál ef þú gleymir að taka mynd af því sem þú ert að borða.

En hvernig höfum við tíma til að búa til minningar ef við lifum ekki í augnablikinu? Kannski þurfum við að slíta okkur frá tækninni til þess að geta lifað í núinu…