1   2   3   4   5   6

Svona vilja konur að karlmenn klæði sig

„Ég vill bara að þú sért þú sjálf/ur,“ er klisja sem fólk segir aftur og aftur. Meinum við þetta virkilega? Konur vilja að þú sért sjálfstæður og klæðir þig eins og þér sjálfum langar. En hvað ef að vera „þú sjálfur“ er eitthvað sem hún fýlar ekki?

Það getur því verið erfitt að vera 100% þú sjálfur en líka vera 100% eins og draumaprinsessan þín óskar sér. Helst vildi hún að þú klæddir þig eins og Ryan Gosling, hagaðir þér eins og George Clooney og værir eins traustur og prins William. En þangað til þú ‚masterar‘ það skulum við líta á það hvernig flestar konur vilja að karlmenn klæðist!

#1 Jakkaföt

Konur hafa lengi talað um það hversu óþolandi það sé að finna sér nýjann kjól fyrir hvert tilefni á meðan karlmenn þurfa ekki annað en að skella sér í jakkaföt og líta út eins og milljón dollarar. Kynþokki karlmanns þrefaldast þegar hann fer í jakkaföt og hann tekur ekki einu sinni eftir því.

ryan-gosling-reaction

#2 Góðar gallabuxur, góður karlmaður

Par af flottum gallabuxum er það nauðsynlegasta sem karlmaður þarf að eiga. Ef þær eru sniðnar ekki of víðar og ekki of þröngar ertu með hárrétt eintak í höndunum. Rétt sniðnar buxur eru merki þess að karlmaður hugsar vel um sig.

cr1