Íslenskar stelpur lifa lífinu í Las Vegas: Myndband

Þær Ásdís Reynisdóttir, Guðrún Adda Björnsdóttir, Ingibjörg Karlsdóttir og Karitas Sigurðardóttir eru í þessum töluðu orðum staddar í Los Angeles.

Stelpurnar hafa síðustu tvo mánuði ferðast um Danmörku, Dubai, Tæland og Balí en þær enda heimsreisuna sína í Bandaríkjunum. Eftir að hafa verið í Hollywood og sótt Coachella tónlistarhátíðina eru þær nú staddar í Las Vegas.

Þetta myndband tóku þær upp í Las Vegas og má segja að sé ákveðinn Hangover-bragur á myndbandinu…