Instagram dagsins: Miley Cyrus er á spítala, nakin, dansar og frestar tónleikaferð

Instagram er snilld og flestir nota það til þess að fylgjast með og deila myndum með vinum sínum. Það er hins vegar líka gaman að fylgjast með stjörnunum á samskiptamiðlunum og hvar er betra að byrja en á Instagramsíðu Miley Cyrus?

Póstar: 349
Followers: 10 milljónir
Following: 60

Á aðeins efstu myndunum má sjá greyið Miley grátandi, nakta, syngja, dansa og tengda við öndunargrímu á sjúkrahúsi! Hún hefur greinilega átt nokkra góða daga en í heildina séð þá er hún greinilega ekki á góðum stað akkúrat núna.

Byrjum neðst:

Miley grætur eftir að hundurinn hennar dó. Hún póstar nokkrum myndum af sér grátandi, nokkra daga í röð.

Nokkrum dögum eftir gráturmyndirnar deilir Miley mynd þar sem hún er nánast alveg nakin frá því að hún klippti sig stutthærða og hashtaggar með #TBT sem stendur fyrir “Throwbackthursday” en breytir síðan í #TBF því klukkan var orðin meira en miðnætti. Hún fær afar harða gagnrýni í sumum kommentunum fyrir nektina.

Hér er Miley að dansa við lagið “Teach Me How To Dougie” ásamt yngri systur sinni. Hér lítur hún út fyrir að vera nokkuð glöð. Til hliðar má svo sjá eitt allra fyndnasta og spíttskýlulegasta komment sem sést hefur frá notendanum ‘mamiii_x0’: “People take life to seriously. You’re all gonna die so Yolo”.

Hér hefur Miley lagst inn á spítala og segir fjölmiðlafulltrúinn hennar að hún sé í “medical rest”. Sögur hafa hins vegar verið á lofti þess efnis að hún hafi fengið ofnæmisviðbrögð eftir lyf sem hún tók eftir að hundurinn hennar dó. Foxnews greina þó frá því að samkvæmt heimildarmanni hafi hún drukkið mikið og notað eiturlyf undanfarið.

#TeamMiley